Ánægðir viðskiptavinir hjá Dokobit
Lestu um hvernig viðskiptavinir okkar hafa náð frábærum árangri í stafrænni umbreytingu, með Dokobit.
Fjord Bank er litáískur banki með norskar rætur sem býður upp á skammtímalán, lánaumsóknir á netinu og innlánareikninga. Hann var stofnaður árið 2017 en árið 2019 var þeim veitt sérhæft bankaleyfi frá Seðlabanka Evrópu. Fjord Bank er einnig hluti af litáíska “start-up” samfélaginu.
“Vefþjónustur Dokobit fyrir samþættingu eru mjög vel skjalaðar og hafa verið þróaðar af mikilli fagmennsku, með því að nota nýjustu tækni og alhliða prófunarumhverfi til að tryggja gæði áður en breytingar eru gerðar á raunumhverfinu.”
Mantas Bielinskas, kerfisstjóri hjá Fjord Bank
Áskoranir
Þegar kom að því að hanna og forrita lausn fyrir bankaþjónustu til viðskiptavina vildi Fjord Bank bjóða upp á rafræna undirritun – bæði með rafrænum skilríkjum á farsíma og með Smart-ID. Þeir sáu fljótt að best væri að sjálfvirknivæða allt undirskriftarferlið fyrir hönd bankans. Valið stóð á milli þess að hanna ferlið sjálf frá grunni eða leita til samstarfsaðila sem höfðu sérþekkingu á þessu sviði.
Lausnir
Við val á samstarfsaðilum voru nokkur skilyrði ófrávíkjanleg: að þjónustuveitandinn væri staðsettur í Litháen og að hann hefði góða þekkingu á núverandi stöðu bankanna. Eins að þjónustuveitandinn hefðu þekkingu á reglum eftirlitsaðila litháískra banka. Það eru ekki margir þjónustuveitendur sem geta uppfyllt þessi skilyrði í Litháen; því var ákveðið að velja til samstarfs, aðilann með bestu einkunnina á markaðnum, Dokobit.
Að sögn Fjord Bank fundu þeir fljótt fyrir því hvað það ríkti mikil fagmennska meðal starfsfólks Dokobit og yfirburðar þekking á sviði rafrænna undirskrifta. Fyrirtækið var ánægt með sveigjanlega og sanngjarna verðskrá ásamt því sem Dokobit virtist mjög meðvitað um stöðu nýrra banka af þessu tagi. Vefþjónustur Dokobit eru einnig mjög vel skjalaðar og hafa verið þróaðar af mikilli fagmennsku með því að nota nýjustu tækni og alhliða prófunarumhverfi til að tryggja hæstu gæði.
Útkoma
Fjord Bank notar Dokobit lausnir til þess að auðkenna viðskiptavini sína með því að nota rafrænar undirskriftir í farsíma eða appi. Viðskiptavinir bankans veita þannig samþykki fyrir því að bankinn afli upplýsinga um sig til þess að fá sem best tilboð. Ef einstaklingurinn ákveður að koma í viðskipti getur hann síðan undirritað þjónustusamning við bankann rafrænt með fullgildri rafrænni undirskrift sem er jafngild handskrifaðri undirritun.
Fjord Bank notar einnig Dokobit til að fá ýmis annars konar skjöl undirrituð af viðskiptavinum eins og; samninga, pantanir, móttöku- og millifærslusamninga o.fl. Dokobit portal uppfyllir einnig innri þarfir fyrirtækisins: ýmsar beiðnir starfsmanna, viðhengi samninga og fleira.
Eftir að hafa notað alla þjónustu Dokobit frá stofnun bankans hefur fyrirtækið tekið eftir að kostnaður við forritun hefur lækkað sem og almennt viðhald á sviði upplýsingatækni. Án Dokobit þyrfti að undirrita öll skjöl fyrirtækisins á útprentuðum blöðum, sem tæki langan tíma og væri ósjálfbært.