Gerðu þínar þjónustur öflugri með Dokobit
Við hönnum þjónustur sem eru auðveldar fyrir hugbúnaðarfólk að innleiða og viðhalda, sem starfsmenn geta auðveldlega notað og veita ytri notendum bestu mögulegu upplifun.
Hundruðir fyrirtækja í Evrópu velja að verða skilvirkari með lausnum Dokobit.
Við umbreytum flókinni tækni yfir í einfaldar og aðgengilegar þjónustur sem auðvelt er að nota.
Breytingar gerðar auðveldar
Síbreytilegt umhverfi rafrænna undirskrifta með nýjum reglugerðum kallar oft á að tæknin fylgi hratt á eftir. Með Dokobit þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því. Láttu okkur sjá um það!
Einfaldar lausnir að innleiða
API vefþjónusturnar okkar eru hannaðar þannig að þitt teymi sérfræðinga eða samstarfsaðili geti innleitt vefþjónusturnar inn í þitt upplýsingakerfi á einfaldan hátt.
Enginn stofnkostnaður
Með því að velja okkar API vefþjónustur þarf ekki neinn stofnkostnað í HSM búnaði eða öðrum dýrum vélbúnaði. Það kostar ekkert að byrja strax að þróa á móti okkar þjónustum.
Við höfum allt sem þú þarft
Hvort sem þú ert að þróa skjalastjórnunarkerfi, þjónustuvef eða hvaða aðra rafrænu þjónustu sem er, þá hefur Dokobit alla þá eiginleika sem þú þarft með stöðugum API vefþjónustum og góðri skjölun sem einfaldar verkefni forritara. Við erum búin að leysa alla flóknu hlutina fyrir þig.
Rafræn þjónusta milli landa
Dokobit styður fjölda rafrænna skilríkja innan Evrópu. Með okkar lausnum er einfalt að tengjast notendum og bjóða þína þjónustu innan fjölda Evrópuríkja og víðar.
Studd lönd
Dokobit styður til viðbótar við skilríki á Íslandi; norsk, dönsk, sænsk, finnsk, pólsk, litháísk, lettnesk, eistnesk, belgísk og hollensk skilríki. Einnig bjóða undirskriftarþjónustur Dokobit upp á möguleikan að fá undirritun frá öðrum ríkjum með SignicatID og Swisscom VideoID lausnum.
Skilríkjategundir
Í Dokobit getur þú undirritað skjöl með skilríkjum á farsíma, Auðkennisappinu, eParakst mobile, BankID, FTN, itsme, MitID, iDIN, Swisscom, SignicatID og Eistneskum e-recidency skilríkjum. Fleiri lausnir bætast reglulega við. Lesa meira.
