Rafrænar undirskriftir í þinni lausn
Með okkar vefþjónustunum getur þú látið þína notendur undirrita rafrænt á þínum vef í staðinn fyrir að beina þeim til Dokobit.
Hvers vegna rafrænar undirskriftir?
Skipta út úreltum aðferðum
Pappírsdrifin ferli og handundirskriftir á 21 öldinni eru ekki aðeins úreld heldur einnig þyngri í samanburði við rafrænar undirskriftir. Ekki láta þær halda aftur af þér. Rafrænar undirskriftir einfalda ferlið fyrir þig á marga vegu, spara tíma og koma í veg fyrir falsanir.
Sparaðu tíma allra þátttakenda
Með rafrænum undirskriftum munt þú bæta upplifun þjónustu fyrir starfsfólk, viðskiptavini, samstarfsaðila og þig sjálfan: ekki lengur þörf á að mæta eitthvert einungis til að undirrita skjöl og ekki lengur stæður af pappír á borðinu þínu.
Eiginleikar sem þú færð með Dokobit
Ýmis skjalasnið studd
Dokobit styður mörg útbreidd skjalasnið eins og PDF, ASiC-E, BDoc, EDoc og ADoc.
Fullgildir tímastimplar
Dokobit notar fullgilda tímastimpla í öllum rafrænum undirskriftum á skjölum til að verjast fölsun á tíma undirritunar.
Langtímavarðveisla á skjölum
Dokobit býður upp á að varðveita skjöl til langtíma til að ábyrgjast ótímabundið gildi fullgildra rafrænna undirskrifta eða á fullgildum rafrænum innsiglum.
Styðjum rafræn innsigli
Dokobit styður notkun á útfærðum og fullgildum rafrænum innsiglum. Rafræn innsigli tryggja uppruna og heilleika skjala.
Sannreyna undirrituð skjöl
Staðfestingarþjónustan gerir þér kleift að sannreyna rafrænt undirrituð skjöl til þess að kanna hvort undirskriftir séu í lagi, uppfylli kröfur laga, hvort rafrænu skilríkin hafi verið í lagi, hvort skjölin séu heil og margt fleira.
Studd rafræn skilríki
Dokobit styður fjölda rafrænna skilríkja í Evrópu
Studd lönd
Dokobit styður að fullu rafræn skilríki frá Íslandi, Finnlandi, Litháen, Lettlandi, Eistlandi, Póllandi og Belgíu.
Studd form af skilríkjum
Með Dokobit getur þú undirritað skjöl rafrænt með eftirfarandi: skilríkjum á farsímum, skilríkjum á kortu, Smart-ID, eParaksts mobile, opinberum nafnskírteinum, eistneskum e-Residency kortum og USB tókum.
Veldu þá leið sem hentar
Notaðu tilbúið viðmót frá okkur eða hannaðu alveg þitt eigið til að gera starfsmönnum, viðskiptavinum og samstarfsaðilum kleift að undirrita skjöl rafrænt.
Documents Gateway
Ekki byggja allt frá grunni. Notaðu tilbúið viðmót frá okkur sem er bæði einfalt fyrir þig að innleiða og notendurna þína að undirrita með.
Hafa sambandDocuments API
Stjórnaðu upplifun notenda og viðmótum í þínum kerfum alveg sjálfur – eftir allt veist þú sjáfur best hvað þú þarft.
Hafa sambandNotendaupplifun
Fáðu tilbúið notendaviðmót fyrir undirritun skjala sem inniheldur:
Viðmót sem hægt er að stinga inn á vef (e. embeddable). Það leyfir þér að stinga okkar viðmóti inn í ykkur sem iFrame eða modal glugga.
Sýnishorn af skjali. Gerir þér kleift að birta notendum PDF skjöl í þinni þjónustu áður en þau eru undirrituð sem og opna og skoða skjöl sem hafa verið undirrituð.
Upplýsingar um undirskriftir. Með því getur þú sýnt allar upplýsingar sem rafræna undirskriftin og skilríkin innihalda: tíma undirritunar, tilgang, skilríkjahafa, útgefanda, gildistíma, o.fl.
Hópundirritun. Gerir þér kleift að undirrita mörg skjöl samtímis með einum PIN innslætti.
Raðundirritun. Gerir þér kleift að bæta við nokkrum skjölum í röð í eitt undirskriftarferli. Þetta er hagnýtt þegar sami undirritandinn þarf samtímis að undirrita nokkur aðskilin skjöl.
Stýra þátttakendum. Það gerir þér kleift að skipta út undirritendum á hvaða stigi undirskriftarferlis sem er. Það er sérstaklega gagnlegt þegar einhver er í fríi eða vinnur ekki lengur hjá fyrirtækinu.
Studd tungumál. Hægt er að stilla tungumál viðmótsins á eitthvað af studdum tungumálum: Íslensku, Ensku, Litháensku, Lettnesku, Eistnesku eða Rússnesku.
Sérsniðið útlit á viðmóti. Með því að nota eigin CSS stíl er hægt að aðlaga Gateway viðmótið til að aðlagast útliti viðskiptavina. Einnig er gagnvirkt aðgengi að viðmótinu með JavaScript.
Fáðu meiri sveigjanleika til að sérsníða þjónustuna fyrir þínar þarfir við undirritun skjala og þróa aðeins þá hluta sem þarf.
Skjalavistun
Skjöl eru vistuð í kerfi Dokobit á meðan undirritun stendur yfir en aldrei lengur en í 30 daga. Um leið og búið er að undirrita skjal getur þú sótt það og vistað í þínu eigin kerfi og eytt því frá Dokobit. Ef þú eyðir því ekki sjálfur er skjalinu sjálfvirkt eytt eftir 30 daga hvort sem það hefur verið undirritað eða ekki.
Aðeins er unnið á skjölum í Dokobit þegar undirritun er framkvæmd, allt að 300 sekúndur. Um leið og skjalið hefur verið undirritið er því skilað til baka í þitt kerfi.
Notendaupplifun
Fáðu tilbúið notendaviðmót fyrir undirritun skjala sem inniheldur:
Viðmót sem hægt er að stinga inn á vef (e. embeddable). Það leyfir þér að stinga okkar viðmóti inn í ykkur sem iFrame eða modal glugga.
Sýnishorn af skjali. Gerir þér kleift að birta notendum PDF skjöl í þinni þjónustu áður en þau eru undirrituð sem og opna og skoða skjöl sem hafa verið undirrituð.
Upplýsingar um undirskriftir. Með því getur þú sýnt allar upplýsingar sem rafræna undirskriftin og skilríkin innihalda: tíma undirritunar, tilgang, skilríkjahafa, útgefanda, gildistíma, o.fl.
Hópundirritun. Gerir þér kleift að undirrita mörg skjöl samtímis með einum PIN innslætti.
Raðundirritun. Gerir þér kleift að bæta við nokkrum skjölum í röð í eitt undirskriftarferli. Þetta er hagnýtt þegar sami undirritandinn þarf samtímis að undirrita nokkur aðskilin skjöl.
Stýra þátttakendum. Það gerir þér kleift að skipta út undirritendum á hvaða stigi undirskriftarferlis sem er. Það er sérstaklega gagnlegt þegar einhver er í fríi eða vinnur ekki lengur hjá fyrirtækinu.
Studd tungumál. Hægt er að stilla tungumál viðmótsins á eitthvað af studdum tungumálum: Íslensku, Ensku, Litháensku, Lettnesku, Eistnesku eða Rússnesku.
Sérsniðið útlit á viðmóti. Með því að nota eigin CSS stíl er hægt að aðlaga Gateway viðmótið til að aðlagast útliti viðskiptavina. Einnig er gagnvirkt aðgengi að viðmótinu með JavaScript.
Skjalavistun
Skjöl eru vistuð í kerfi Dokobit á meðan undirritun stendur yfir en aldrei lengur en í 30 daga. Um leið og búið er að undirrita skjal getur þú sótt það og vistað í þínu eigin kerfi og eytt því frá Dokobit. Ef þú eyðir því ekki sjálfur er skjalinu sjálfvirkt eytt eftir 30 daga hvort sem það hefur verið undirritað eða ekki.
Notendaupplifun
Fáðu meiri sveigjanleika til að sérsníða þjónustuna fyrir þínar þarfir við undirritun skjala og þróa aðeins þá hluta sem þarf.
Skjalavistun
Aðeins er unnið á skjölum í Dokobit þegar undirritun er framkvæmd, allt að 300 sekúndur. Um leið og skjalið hefur verið undirritið er því skilað til baka í þitt kerfi.
Gerðu rafrænar undirskriftir sjálfvirkar úr þínu tölvukerfi
Með því að innleiða Portal API í þitt skjala- eða upplýsingakerfi getur þú á notendavænan hátt rafrænt undirritað skjöl með Dokobit Portal.
Af hverju rafrænar undirskriftir?
Skiptu út úreltum ferlum
Nýir tímar krefjast nútímalegri aðferða þegar kemur að öflun undirskrifta frá viðskiptavinum. Gerðu aðilum kleift að undirrita rafrænt til þess að bæta þjónustuna og fækka óþarfa ferðum. Þú þarft ekki lengur að eyða dýrmætum tíma í að eltast við undirskriftir. Með Portal API getur þú nýtt tímann betur í mikilvægari verkefni en pappír.
Skilgreindu þína eigin röð aðgerða
Settu upp sjálfvirkt ferli til að undirrita skjöl rafrænt með þeirri virkni sem þú þarft til að deila skjölum, ákveða röð undirritenda og fá skjölin síðan til baka á réttan stað í þínu upplýsingakerfi. Þú getur auðveldlega byggt upp mismunandi undirritunarflæði án þess að þurfa að gera það handvirkt í hvert skipti sem þú sendir skjal í undirritun.
Eiginleikar sem þú færð
Tilbúið notendaviðmót
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að hanna þitt eigið notendaviðmót eða senda skilaboð og tilkynningar til viðtakenda þar sem þetta er nú þegar tilbúið í Portal API lausninni.
Merkt útlit
Með Portal API fylgir uppsetning á sérmerktu útliti, þannig að þegar skjal er sent til viðskiptavina þinna eða samstarfsaðila, þá fá þeir undirskriftarbeiðni með myndmerki og litum frá þínu fyrirtæki.
Fjölbreytt úrval af skjalasniðum
Portal API styður öll algengustu skjalasniðin eins og PDF, ASiC-E, BDoc, EDoc, ADoc.
Sveigjanleg lausn eftir þínum þörfum
Það þarf aðeins örfáar línur af kóða eða uppsetningu á hugbúnaðarviðbót til þess að innleiða lausnina og byrja að rafrænt undirrita skjöl frá þínu kerfi.
Portal API / Universal API
Innleiddu Portal API eða Universal API í upplýsingakerfið þitt sjálfur með nokkrum einföldum kóðalínum.
Hafa sambandPortal API tengi / Universal API tengi
Virkjaðu auðvelda undirskriftasöfnun í Microsoft vörum þínum, t.d. Sharepoint, í gegnum Microsoft Power Automate vettvang.
Hafa sambandSterk auðkenning með rafrænum skilríkjum
Veittu betri notendaupplifun með því að leyfa notendum þínum að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á korti eða skilríkjum í farsíma.
Hvers vegna sterk auðkenning?
Ekki gefa slaka af öryggi sökum notendaupplifunar
Auðkenningar með notendanöfnum og lykilorðum eru viðkvæmar fyrir öryggisáhættum þar sem hægt er að brjótast inn í gagnagrunna með viðkæmum persónuupplýsingum. Jafnvel þó að það verði ekki brotist inn í þitt kerfi þá eiga notendur til að nota sömu lykilorðin fyrir marga aðganga sem þýðir að þú þarft að gera viðbótar öryggisráðstafanir sem fylgir kostnaður og krefst þróunaraðila sem eru sérfræðingar í öryggismálum. Með því að nota rafræn skilríki lágmarkar þú áhættu á netglæpum og svikum og veitir örugga og samræmda notendaupplifun í öllum þínum þjónustum.
Fjölgaðu viðskiptavinum
Hlífðu notendum þínum frá ítarlegum spurningalistum. Fjölgaðu í staðinn heimsóknum viðskiptavina, nýskráningum eða viðskiptum á vefnum þínum og í appinu með sveigjanlegu og einföldu auðkenningarferli án lykilorða. 30% af viðskiptum í vefverslunum verða aldrei að kaupum vegna þess að neytendurnir geta ekki munað lykilorðið sitt. Auk þess leiða stífar kröfur um sterk og flókin lykilorð til þess að margir aðilar hætta við að stofna reikninga hjá nýjum aðilum.
Þekktu viðskiptavini þína
Fækkaðu netsvikum og fölsunum í kerfinu þínu – með því að byggja á rafrænum skilríkjum frá traustum útgefanda getur þú treyst því hverjir þínir viðskiptavinir eru í raun og veru. Fjármálaþjónustuveitendur geta notað lausnirnar okkar til að skrá nýja aðila í viðskipti með fullgildum rafrænum undirskriftum eða öðrum viðurkenndum skilríkjum í samræmi við eIDAS reglugerðina eins og er krafa í lögum.
Íhugaðu kostnaðinn þinn
Einbeittu þér að því sem skiptir máli fyrir fyrirtækið þitt. Við getum sparað þér fjölda klukkustunda við að byggja upp nauðsynlega sérfræðiþekkingu og fullbúna lausn sem virkar. Yfir 80% af viðskiptavinum okkar innleiða API vefþjónusturnar okkar á innan við viku.
Studd rafræn skilríki
Dokobit styður fjölda rafrænna skilríkja í Evrópu
Studd lönd
Dokobit styður að rafræn skilríki frá Íslandi, Danmörk, Finnlandi, Litháen, Lettlandi, Eistlandi, Póllandi og Belgíu.
Studdar lausnir
Með Dokobit er hægt að auðkenna notendur með eftirfarandi lausnum: opinberum nafnskírteinum, snjallkortum, USB tókum, skilríkjum á farsímum, Smart-ID, eParaksts mobile, MitID, eistnesk e-Residency kort.
Veldu þá leið sem hentar
Notaðu tilbúið viðmót eða smíðaðu sjálfur þitt eigið til að starfsmenn, samstarfsaðilar og viðskiptavinir geti auðkennt sig í kerfinu þínu.
Identity Gateway
Ekki byggja allt frá grunni. Notaðu tilbúið viðmót frá okkur sem er bæði einfalt að innleiða og fyrir notendur að auðkenna sig með.
Hafa sambandIdentity API
Stjórnaðu sjálfur upplifun notenda og viðmótum í þínum kerfum – eftir allt, þú veist sjálfur best hvað þú þarft.
Hafa sambandInnfelld auðkenning
Samræmd upplifun notenda við auðkenningu með því að stinga lausninni beint inn á vefinn þinn eða app.
Meiri sveigjanleiki til að hanna notendaupplifun við auðkenningu.
Studd skilríki
Veldu hvaða skilríki þú vilt að þínir viðskiptavinir geti notað til að auðkenna sig í þínu kerfi með einum smelli. Engin þörf á að innleiða sérstaklega hverja tegund af skilríkjum.
Fyrir hverja tegund af skilríkjum sem þú vilt styðja í þínu kerfi þarf að innleiða sérstaklega. Kortaskilríki og farsímaskilríki.
Tungumál
Breyttu viðmóti Dokobit í eftirfarandi tungumál: Íslensku, Dönsku, Eistnesku, Ensku, Finnsku, Litháensku, Lettnesku, Norsku, Rússnesku eða Sænsku. Fleiri tungumál eru á leiðinni fljótlega.
Hvert tungumál sem þú vilt styðja í þínu kerfi þarf að setja upp og þýða sérstaklega.
Merkt upplifun og viðmót
Þú getur auðveldlega stillt hvernig þú vilt að Gateway líti út með því að nota CSS og Javascript.
Búðu til þitt eigið notendaviðmót með því að setja allt upp sjálfur.
Innfelld auðkenning
Samræmd upplifun notenda við auðkenningu með því að stinga lausninni beint inn á vefinn þinn eða app.
Studd skilríki
Veldu hvaða skilríki þú vilt að þínir viðskiptavinir geti notað til að auðkenna sig í þínu kerfi með einum smelli. Engin þörf á að innleiða sérstaklega hverja tegund af skilríkjum.
Tungumál
Breyttu viðmóti Dokobit í eftirfarandi tungumál: Íslensku, Dönsku, Eistnesku, Ensku, Finnsku, Litháensku, Lettnesku, Norsku, Rússnesku eða Sænsku. Fleiri tungumál eru á leiðinni fljótlega.
Merkt upplifun og viðmót
Þú getur auðveldlega stillt hvernig þú vilt að Gateway líti út með því að nota CSS og Javascript.
Innfelld auðkenning
Meiri sveigjanleiki til að hanna notendaupplifun við auðkenningu.
Studd skilríki
Fyrir hverja tegund af skilríkjum sem þú vilt styðja í þínu kerfi þarf að innleiða sérstaklega. Kortaskilríki og farsímaskilríki.
Tungumál
Hvert tungumál sem þú vilt styðja í þínu kerfi þarf að setja upp og þýða sérstaklega.
Merkt upplifun og viðmót
Búðu til þitt eigið notendaviðmót með því að setja allt upp sjálfur.
Rafræn innsiglunarþjónusta
Með rafrænum innsiglum í þinni stafrænu þjónustu getur þú innsiglað skjöl til þess að tryggja heilleika og uppruna skjalanna.
Hvers vegna innsiglunarþjónusta?
Tilbúið til notkunar
Innsiglunarþjónusta Dokobit veitir þér allt sem þú þarft fyrir rafræn innsigli: rafræn skilríki frá samstarfsaðilum, HSM búnað til að hýsa þau og fullkomið viðmót eða vefþjónustu til að beita þeim. Engin þörf á að kaua aðskildan hug- eða vélbúnað.
Sameiginleg notkun
Þitt starfsfólk mun á öruggan hátt geta samnýtt innsigli fyrirtækisins í aðstæðum þar sem það hentar betur en að nota persónulega undirskrift starfsmanns.
Engin fjárfesting eða viðhaldskostnaður
Þú þarft ekki að fjárfesta í eigin HSM eða öðrum dýrum búnaði fyrir þitt umhverfi. Við sjáum um það sem þú þarft.
Eiginleikar sem þú færð með Dokobit
Heilleiki gagna
Með því að innsigla skjöl rafrænt með útfærðu eða fullgildu innsigli er tryggt að ekki sé hægt að breyta gögnum eftir að skjöl hafa verið innsigluð.
Uppruna gagna
Skjöl sem innihalda rafrænt innsigli fyrirtækis gefur móttakanda skjals staðfestingu á að skjalið komi án nokkurs vafa frá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun.
Fullgildir tímastimplar
Þjónustan fyrir rafræna innsiglun notar fullgilda tímastimpla til að fyrirbyggja að hægt sé að falsa tíma innsiglunar.
Tryggt þjónustuframboð
Dokobit tryggir 99,90% þjónustuframboð.
Innsiglun á skjalahóp
Gerir þér kleift að innsigla mikið magn af skjölum samtímis í staðinn fyrir að innsigla hvert og eitt skjal í einu.