Ánægðir viðskiptavinir hjá Dokobit

Lestu um hvernig viðskiptavinir okkar hafa náð frábærum árangri í stafrænni umbreytingu, með Dokobit lausnum.

Telia Lietuva er stærsta fjarskiptafyrirtæki í Litháen, sem samkvæmt gögnum samskiptaeftirlitsins stendur fyrir um 40% af fjarskiptamarkaði landsins miðað við tekjur.

„Hraðari undirritun samninga gerir viðskiptavinum okkar kleift að byrja að nota þjónustuna næstum strax, á meðan getum við varið tímanum í skilvirkari samskipti og önnur verkefni. Fyrir utan allt vesenið við að skanna, pakka og senda skjöl, erum við nú líka viss um að samningar týnist ekki, allt er vistað á einum stað. “

Daniel Karpovič, Head of B2B Product and Commercial Development at Telia

Áskoranir

Fyrirtækið þjónar meira en 40.000 fyrirtækjum í Litháen og undirritar gríðarmikið magn skjala daglega, bæði innanhúss og með viðskiptavinum og samstarfsaðilum. Telia Lietuva hefur verið að styrkja stafræna þjónustu við viðskiptavini um tíma ekki aðeins til þess að hámarka innri ferla heldur einnig til að bjóða viðskiptavinum betra aðgengi að þjónustu.

Samkvæmt fyrirtækinu hafa ferlar eins og skjalaleit aldrei verið árangursríkir hvað varðar tíma. Keðjan- „senda með tölvupósti – undirrita – skanna – senda skannað afrit – senda út frumritið – undirrita frumritið – senda í pósti til viðskiptavinarins“ hefur sóað tíma stjórnenda og viðskiptavina. Tíðar spurningar viðskiptavina um möguleikann á að undirrita skjöl frá Telia Lietuva með rafrænum hætti staðfestu að stafræn breyting á ferlum er að verða æ mikilvægari ekki aðeins fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir viðskiptavinina.

Lausnir

Samfélagið gerir auknar kröfur um stafræna ferla hvert sem við snúum okkur og þurfa fyrirtæki því að tryggja slíka þjónustu við sína viðskiptavini, sem uppfyllir þarfir dagsins í dag – hratt, öruggt, með örfáum smellum.

Við val á lausn var áreiðanleiki og gegnsæi tveir mikilvægastu þættirnir sem og hæfileikinn til að byrja að nota það lausnina strax án þess að eyða tíma í uppsetningu.

Telia Lietuva var einnig að leita að réttri virkni til að bæta upplifun notenda. Þannig þurfti lausnin að vera þægileg, einföld, sveigjanleg og hafa möguleika á merktu útliti. Dokobit portal fyrir rafræna undirritun skjala mætti best okkar væntingum.

Fyrirtækið byrjaði að nota Dokobit portal fyrir rafræna undirritun skjala í sölu- og þjónustuferlum til viðskiptavina, aðallega til að undirrita þjónustusamninga. Telia Lietuva var fyrsta fjarskiptafyrirtækið í Litháen sem bauð viðskiptavinum sínum að skrifa undir samninga rafrænt.

Fljótlega var undirskriftargáttin prófuð af vörustjórum fyrirtækisins sem og mannauðs-, upplýsingatækni- og innkaupadeildum: til þess að skrifa undir samninga við birgja, þjónustupantanir fyrir upplýsingatækni og vinnuskýrslur.

Útkoma

Telia áætlar að eftir að hafa byrjað að nota Dokobit hafi undirritunartími samninga farið úr nokkrum dögum í nokkrar klukkustundir. Hraðari undirritun samninga gerir viðskiptavinum kleift að byrja að nota þjónustuna næstum því strax, á meðan starfsmenn fyrirtækisins geta notað tímann í önnur samskipti og verkefni. Rafræna ferlið tryggir einnig að samningar týnast ekki þar sem allt er vistað einum stað.

Fyrirtækið fullyrðir, að á innan við ári, hefur fjöldi skjala sem undirrituð eru með Dokobit, nánast tvöfaldast.