Ánægðir viðskiptavinir hjá Dokobit
Lestu um hvernig viðskiptavinir okkar hafa náð frábærum árangri í stafrænni umbreytingu, með Dokobit lausnum.
Compensa Life Vienna Insurance Group SE er hluti af Vienna Insurance group SE, sem er einn af leiðtogunum á markaði tryggingasölu í Austurríki og Mið-og Austurevrópu. Fyrirtækið býður einnig upp á líf- og sjúkdómatryggingar í Litháen. Gildi fyrirtækisins eru áreiðanleik, öryggi og reynsla.
“Áður fyrr hittum við alltaf fólk til þess að undirrita samninga. Í dag eru yfir 60% samninga undirritaðir rafrænt. Þetta sparar gífurlegan tíma og léttir á starfsfólkinu okkar þegar kemur að pappírsvinnu”.
Tomas Milašius, Svæðisstjóri á skrifstofu Compensa Life Vienna Insurance Group SE í Litháen
Áskoranir
Tryggingafélagið afgreiðir mikinn fjölda fólks daglega og er því þörf fyrir að nýta tímann vel og hámarka gæði þjónustunnar.
Samkvæmt Compensa Life voru pappírsfjöllin sem mynduðust á skrifborðunum stærsti hausverkurinn þeirra, þar sem eini möguleikinn var að ganga frá samningum við viðskiptavini skriflega. Eftir því sem fjarvinnan fór að aukast reyndist það hvorki rökrétt né gerlegt að láta viðskiptavini mæta á staðinn til að undirrita. Á tímum heimsfaraldurs hefur það komið betur og betur í ljós hvað þörfin fyrir rafræna undirritun er mikil og aðkallandi.
Ennfremur hafði fyrirtækið notað lausn netbanka fyrir rafræna auðkenningu í langan tíma sem var alls ekki að henta fyrir alla viðskiptavini.
Þess vegna var farið af stað til að leita að lausn sem myndi mæta öllum nauðsynlegum kröfum um öryggi og þægindi.
Lausnir
Innleiðing á rafrænum lausnum var strategískt skref fyrir fyrirtækið. Í dag notar Compensa Life Dokobit til þess að viðskiptavinir geti auðkennt sig á sjálfsafgreiðsluvefnum og í appinu og starfsfólkið í innri kerfum. Einnig er Dokobit notað til að fá rafrænar undirskriftir á samninga við viðskiptavini og skjöl eins og ráðningasamninga, þjónustusamninga o.fl.
Dokobit varð fyrir valinu vegna þess að það er með starfsemi í öllum þremur Eystrasaltsríkjunum, það býður upp á bæði rafræna auðkenningu og undirskriftir, styður fjölbreytt úrval af rafrænum skilríkjum (farsímaskilríki, skilríki á appi og kortaskilríki) og fjölbreytt skjalasnið (PDF, ADoc, ASiC-E).
Þessutan er hægt að innleiða Dokobit að fullu í eigin kerfi bæði með því að nota viðmót Dokobit og þeirra eigið.
Útkoma
Rafræn auðkenning með Smart-ID og Mobile ID hefur aukið möguleika og getu tryggingafélagsins. Að auki sparast dýrmætur tími fólks – það tók langan tíma að tengjast hverjum banka fyrir auðkenningar en með Dokobit var aðeins ein innleiðing nóg. Rafræn auðkenning er nú orðin aðal leiðin fyrir starfsmenn og samstarfsaðila að tengjast innri kerfum fyrirtækisins.
Með því að minnka útprentuð skjöl og flókna skjalavistun, sparar Compensa Life bæði peninga og tíma.
Í dag eru 95% líftryggingasamninga búnir til í rafrænu umsóknarkerfi tryggingafélagsins og yfir 60% samninganna eru undirritaðir rafrænt.
Með því að nýta bæði rafræna auðkenningu þar sem viðskiptavinir geta auðkennt sig heiman frá og rafræna undirritun, getur fyrirtækið haldið uppi viðskiptum þrátt fyrir að viðskiptavinirnir eigi ekki möguleika á að mæta á skrifstofuna og starfsmenn geta einnig unnið heiman frá.