Ánægðir viðskiptavinir hjá Dokobit

Lestu um hvernig viðskiptavinir okkar hafa náð frábærum árangri í stafrænni umbreytingu, með Dokobit lausnum.

SB lizingas var fyrsta fyrirtækið í Litháen til þess að bjóða neytendalán árið 1997. Yfir 20 ára tímabil hafa nærri 1 milljón viðskiptavina nýtt sér þjónustu SB lizingas. Eitt af gildum fyrirtækisins er að að öll fjármálaþjónusta þurfi að vera skýr og einföld í notkun.

“Við erum með töluvert margar hillur þar sem við geymum pappírana okkar. Við mælum þetta þó ekki í fermetrum heldur kílómetrum eða réttara sagt tugum kílómetra. Það sem drífur okkur áfram í að umbreyta verkferlunum okkar er að sjá þetta pappírsflóð breytast í terabyte í gagnaveri.”

Edvardas Kučinskas, Upplýsingatæknistjóri hjá SB lizingas

Áskoranir

Með ört vaxandi þörf fyrir lánaþjónustu og aukinni fjölbreytni á markaðnum fylgir samtímis krafa frá viðskiptavinum um hraðari en jafnframt góða þjónustu. Þegar viðskiptin fara eingöngu fram á netinu þurfa allir ferlar að vera mjög skýrir og einfaldir þannig að hver sem er geti notað þjónustuna. Einnig þeir sem hafa litla tæknikunnáttu.

Ein af stærstu áskorunum nú til dags eru þær reglur sem lánafyrirtæki þurfa að lúta er kemur að persónugreiningu nýrra viðskiptavina. Það eina sem kemur til greina er örugg lausn sem er líka þægileg í notkun. Það er einnig mikil áskorun að vista pappírssamninga og önnur skjöl. Þegar fyrirtæki vinnur með yfir þúsund skjöl á hverjum degi þá er umsýslan og skjalavistun í kílómetralöngum hillum allt of tímafrekt verkefni.

Mikil samkeppni einkennir lánabransann og það ríkir enginn vafi á því að allt þarf að ganga algjörlega vandræðalaust fyrir sig og það er ekki svigrúm fyrir mistök. Í mörg ár leitaði SB lizingas að lausn sem myndi bjóða óaðfinnanlega þjónustuupplifun, mikla möguleika við innleiðingu og mætir kröfum viðskiptavina að fullu. Við leitina rákust þau á Dokobit.

Lausnir

SB lizingas hefur innleitt þrjár vefþjónustur frá Dokobit: Documents Gateway fyrir undirritun samninga við viðskiptavini, Identity Gateway til þess að auðkenna nýja viðskiptavini á sjálfsafgreiðsluvefnum þeirra og Innsiglunar vefþjónustu fyrir innsiglun skilríkja og annara skjala. Staðreyndin er sú að SB lizingas vinnur með gríðarlegt magn skjala (yfir þúsund á dag), svo áhrif stafvæðingarinnar eru mikil.

Útkoma

Þegar SB lizingas byrjaði að nota lausnir Dokobit urðu margir kílómetrar af skjölum að terabyte í gagnaveri. Þetta varð til þess að vinnuálag á starfsólki minnkaði mikið og vinnan varð skilvirkari.

Viðskiptavinir geta nú skráð sig og auðkennt sig sjálfir – þeir geta með auðveldum hætti fyllt út umsóknir, metið aðstæður og fengið lán. Allt þetta sparar fyrirtækinu starfskrafta. Vegna þess hversu örugg og einföld þjónustan varð með Dokobit lausnunum jókst traust á fyrirtækið til muna.

Með því að sjálfvirkni væða ferla og færa þá á netið, hefur SB lizingas minnkað vinnu starfsfólks sem sparar tíma og gefur þeim svigrúm til að þjónusta viðskiptavini enn betur. Breytingarnar hafa einnig sparað fyrirtækinu mikla fjármuni þar sem krafan um að mæta á staðinn til að undirrita lánasamninga er ekki legnur til staðar.