Studd rafræn skilríki

Með Dokobit geturðu undirritað skjöl og auðkennt notendur með stóru úrvali af rafrænum skilríkjum. Við erum sífellt að bæta við stuðning við ný rafræn skilríki. Finndu nýjustu upplýsingarnar um studd rafræn skilríki hér.

Skilríki á farsímum

Dokobit gerir notendum kleift að undirrita skjöl rafrænt og auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á SIM kortum frá Símanum, Vodafone og Nova á Íslandi; Bite, Tele2 og Telia í Litháen; Elisa, Tele2 og Telia í Eistlandi. Fleiri þjónustuveitendur skilríkja á farsímum munu bætast við fljótlega.

Auðkennis appið

Dokobit styður Auðkennis appið fyrir rafrænar undirritanir og auðkenningar á Íslandi. Auðkenni býður upp á auðvelda, þægilega og örugga leið til að bera kennsl á fólk á netinu og búa til fullgildar rafrænar undirskriftir.

Snjallkort

Í Dokobit er hægt að undirrita skjöl og auðkenna notendur með rafrænum skilríkjum á eftirfarandi kortum: Kort frá Auðkenni á Íslandi, kort opinberra starfsmanna og Giesecke & Devrient snjallkort í Litháen, Certum í Póllandi

Skilríki á kortum

Dokobit styður rafræn skilríki á kortum frá Litháen, Lettlandi, Eistlandi, Finnlandi, Belgíu, Spáni og Portúgal. Fleiri lönd munu bætast á listann fljótlega. Dokobit styður notkun korta með Google Chrome, Firefox, Microsoft Internet Explorer, Microsoft Edge og Safari vafra á Windows, macOS og Linux stýrikerum.

USB tókar

Dokobit styður skilríki á USB tókum sem eru gefnir út í Litháen og Póllandi. Dokobit styður notkun USB tóka með Google Chrome, Firefox, Microsoft Internet Explorer, Microsoft Edge og Safari vafra á Windows, macOS og Linux stýrikerum.

Smart-ID

Dokobit styður Smart-ID lausnina til að rafrænt undirrita skjöl og auðkenna notendur. Smart-ID er ný kynslóð rafrænna auðkenna sem handhafar snjalltækja geta notað á þægilegan hátt með háu öryggistigi. Stórir viðskiptabankar og aðrir veitendur stafrænnar þjónustu í Eystrasaltslöndunum styðja nú þegar notkun Smart-ID í þeirra þjónustum.

eParaksts mobile

Dokobit gerir einstaklingum kleift að undirrita skjöl og auðkenna sig með eParaksts mobile. eParaksts mobile eru nútímaleg og örugg rafræn skilríki í formi farsímaforrits sem gefið er út í Lettlandi. Forritið er mikið notað til að undirrita skjöl með rafrænum hætti og til auðkenningar á ýmsum sjálfsafgreiðslugáttum um allt land.

BankID og BankID á farsíma (Noregur)

Dokobit styður bæði norska BankID og BankID á farsíma fyrir rafrænar undirritanir og auðkenningar. BankID eru rafræn auðkenni, gefin út í Noregi af norsku landsbönkunum – og BankID á farsíma er hægt að virkja í gegnum vefinn. BankID veitir aðgang að fjármálastofnunum, opinberri stafrænni þjónustu og ýmsum fyrirtækjum innanlands með hæstu öryggisvottun.

BankID (Svíþjóð)

Dokobit styður sænsku BankID lausnina fyrir rafrænar undirritanir og auðkenningar. Sænska BankID er rafræn auðkennisþjónusta sem er mikið notuð til að sannreyna auðkenni hjá fyrirtækjum, yfirvöldum og ýmsum rafrænum þjónustum auk þess að undirrita skjöl á netinu.

Finnish Trust Network (FTN)

Dokobit býður upp á að undirrita skjöl og auðkenna notendur með Finnish Trust Network (FTN) lausninni. FTN er rammi sem finnsk stjórnvöld hafa sett á laggirnar til að tengja saman öll rafræn skilríki sem gefin eru út af finnskum bönkum og fjarskiptafyrirtækjum. FTN er mikið notað af fyrirtækjum, samtökum og ýmsum opinberum þjónustum til að sannreyna auðkenni viðskiptavina sinna og auðvelda undirritunarferlið á netinu.

itsme

Dokobit býður upp á að undirrita skjöl og auðkenna notendur með itsme lausninni. Itsme er öruggt og notendavænt auðkennisapp sem gefið er út í Belgíu. Appið veitir aðgang að yfir 700 fyrirtækjum, þar á meðal bönkum og sveitarfélögum, með hæstu öryggisvottun. Rafrænu skilríkin er hægt að nota til að undirrita skjöl, staðfesta viðskipti og staðfesta auðkenni á netinu.

MitID

Dokobit styður MitID lausnina fyrir rafrænar undirritanir og auðkenningar. MitID er nýja stafræna auðkennisþjónusta Danmerkur, sem var þróuð til að nota í snjalltækjum. Þó að hún uppfylli ströngustu kröfur um öryggi, er MitID að mestu notuð til að fá aðgang að almennum sjálfsafgreiðslulausnum, auk þess að undirrita skjöl á netinu.

iDIN

Dokobit býður upp á rafrænar undirskriftir með iDIN lausninni. iDIN er þjónusta í boði hollensku bankanna sem gerir notendum kleift að nota öruggar og áreiðanlegar innskráningaraðferðir í bankann sinn. iDIN lausnin auðkennir, staðfestir aldur og býður upp á nýskráningar- og innskráningarþjónustu.

Electronic IDentification

Dokobit styður Electronic IDentification, sem býður notendum að undirrita skjöl um allan heim. Þetta er einföld og örugg lausn sem er mikið notuð fyrir nýskráningu, auðkenningu og gerð rafrænna undirskrifta. Í Dokobit vefgáttinni gerir Electronic IDentification notendum kleift að búa til fullgilda rafræna undirskrift og að undirrita skjöl með myndbandsauðkenningu.

Swisscom

Dokobit styður Swisscom lausnina. Swisscom eru vinsæl rafræn skilríki í Þýskalandi og Austurríki. Í Dokobit vefgáttinni geta notendur notað Swisscom til að búa til fullgildar rafrænar undirskriftir og undirritað skjöl með myndbandsauðkenningu.

Rafræn búseta

Dokobit gerir aðilum með kort fyrir rafræna búsetu fært að undirrita skjöl rafrænt og auðkenna sig. Eistland er fyrsta landið til að gera hverjum sem er í heiminum fært að sækja um rafræna búsetu og fá afhend hefðbundin rafræn skilríki á korti. Notendur með rafræna búsetu geta notað skilríkin til að fá aðgang að stafrænni þjónustu á öruggari hátt og styður undir traust á netinu. Handhafar nota skilríkin á kortunum til að undirrita skjöl, dulrita gögn og fyrir sterka auðkenningu.