Stefna um kökur

Þegar þú notar vefsvæði, gátt eða farsímaforrit Dokobit eða aðra þjónustu Dokobit kunnum við eða samstarfsaðilar okkar að varðveita og/eða nálgast upplýsingar í tækinu þínu með kökum eða álíka tækni í því skyni að vinna úr persónuupplýsingum þínum. Í þessari stefnu um kökur má lesa um:

  • hvernig við notum kökur,
  • hvernig kökur við notum,
  • hve lengi þær eru virkar og í hvaða tilgangi þær eru notaðar,
  • hvernig hægt er að breyta kökustillingum og hafna þeim, og
  • hver við erum og hvernig er hægt að hafa samband við okkur.

Þegar notuð eru orð á borð við „við“, „okkur“ og „okkar“ er átt við Dobokit. Hægt er að finna upplýsingar um fyrirtækið hér á eftir. Við erum ábyrgðaraðili gagnanna sem söfnuð eru með kökum á vefsvæðinu okkar.

Vefsvæðið okkar er https://dokobit.com/, þar með talin undirlénin, sem við eigum og stjórnum.

Þegar við nefnum „þig“ er átt við þig sem notanda eða gest á vefsvæðinu okkar.

Þessi stefna er hluti af persónuverndarstefnunni okkar. Notkun þín á kökum kann að fela í sér vinnslu á persónuupplýsingunum þínum og því mælum við með því að þú lesir persónuverndarstefnuna okkar.

Samþykki

Með því að samþykkja notkun okkar á kökum, utan nauðsynlegra kakna, samþykkir þú noktun á kökum eins og lýst er í kaflanum „Tegundir af kökum og hvernig við notum þær“ hér á eftir. Þú getur hvenær sem er breytt samþykki þínu á kökum – sjá kaflann „Hvernig hægt er að breyta kökustillingum, þar á meðal hafna þeim“ hér á eftir.

Hvað þarf ég að vita um kökur?

Kökur eru af mismunandi gerðum og þjóna ólíkum tilgangi.

Hér á eftir má lesa um hvað kaka er, muninn á kökum fyrstu og þriðju aðila og á lotukökum og viðvarandi kökum, sem og hvernig kökur við notum á vefsvæðinu okkar og hvers vegna.

Hvað er kaka?

Kaka er lítil gagnaeining sem vefsvæði sem þú heimsækir geymir í tækinu þínu og er svo lesin aftur þegar þú ferð aftur inn á vefsvæðið. Orðið „kökur“ í þessari stefnu og samþykkinu vísar líka til annarra aðferða við gagnasöfnun, svo sem „Flash-kakna“ (staðbundinna deilieininga), vefvistunar (HTML5), Javascript eða kakna sem annar hugbúnaður kemur fyrir.

Kaka kann að innihalda upplýsingar um vefsvæðið sjálft, einkvæmt kennimerki sem gerir vefsvæðinu kleift að bera kennsl á vefvafrann þinn þegar þú heimsækir vefsvæðið aftur, viðbótarupplýsingar til samræmis við tilgang kökunnar og um líftíma kökunnar sjálfrar.

Orðin „kökur“ eða „kökugögn“ taka líka til upplýsinga um IP- og MAC-tölur og annarra upplýsinga um tækið þitt sem safnað er með viðkomandi tækni.

Kökur eru notaðar til að kveikja á tilteknum eiginleikum (t.d. innskráningu), fylgjast með notkun á vefsvæðinu (t.d. með greiningu), vista notendastillingar (t.d. tímabelti og tilkynningastillingar) og til að sérsníða efni (t.d. auglýsingar og tungumál).

Lotukökur eða viðvarandi kökur

Lotukökur vara aðeins jafnlengi og þú ert á netinu. Það þýðir að þær hverfa úr tölvunni eða tækjunni þegar vefvafranum er lokað. Þær eru því líka stundum kallaðar tímabundnar kökur. Lotkukökur eru gjarnan notaðar til að muna að notandi sem flettir í gegnum vefsvæði hafi þegar skráð sig inn.

Viðvarandi kökur eru frábrugðnar. Þessar kökur eru stundum nefndar varanlegar kökur. Þær verða áfram í tölvunni eða tækinu þegar þú hefur lokað vefvafranum. Kökur af þessu tagi renna út eftir tímann sem tilgreindur er í kökunni. Hér að neðan má sjá tímalengd hverrar viðvarandi köku.

Hver er munurinn á kökum fyrstu og þriðju aðila?

Kökur fyrstu aðila eru kökur vefsvæðisins sem þú heimsækir og aðeins viðkomandi vefsvæði getur nálgast og lesið kökurnar.

Kökur þriðju aðila eru kökur frá einhverjum öðrum en eiganda vefsvæðisins sem þú heimsækir. Kökur frá öðrum vefsvæðum og fyrirtækjum (þ.e. þriðju aðilum) geta verið notaðar til að fylgjast með þér á öðrum vefsvæðum sem nota sömu þjónustu þriðja aðila.

Við kunnum að fá þriðju aðila, svo sem greiningaraðila eða efnisveitur, til að aðstoða við viðhald, rekstur, gangsetningu eða virkni vefsvæðisins okkar. Við veitum þessum þriðju aðilum aðgang að völdum upplýsingum til að framkvæma tiltekin verk fyrir okkar hönd.

Við mælum með því að lesa persónuverndarstefnu viðkomandi aðila, sem má finna í tenglunum í eftirfarandi töflu, þar sem má einnig sjá hvaða kökur á vefsvæðinu okkar eru kökur fyrsta aðila og hverjar eru kökur þriðju aðila.

Tegundir af kökum og hvernig við notum þær

Við notum kökur til þess að:

  1. Láta vefsvæðið okkar virka sem skyldi og fylgjast með framboði og gæðum þjónustu eða eiginleika sem við bjóðum viðskiptavinum okkar.
  2. Tryggja öryggi, koma í veg fyrir svik og kemba kerfin okkar til að ganga úr skugga um að þau virki rétt og örugglega.
  3. Taka á móti og nota upplýsingar sem eru senda sjálfkrafa úr tækinu þínu, svo sem IP-tölu eða vafragerð, til að greina tækið þitt frá öðrum tækjum.
  4. Vista og/eða nálgast upplýsingar í tæki. Við vistum kökur, auðkenni tækis eða aðrar upplýsingar í tækinu þínu í uppgefnum tilgangi.
  5. Bera kennsla á þig þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar aftur. Þetta auðveldar okkur að sérsnílða efni að þér og vita hvað þú vilt (til dæmis hvaða tungumál eða sannvottunaraðferð þú vilt nota).
  6. Átta okkur á því hve margir heimsækja vefsvæðið okkar, hvað þeim líkar eða mislíkar og samskipti þeirra við vefsvæðið. Þetta gerir okkur kleift að auka notagildi vefsvæðisins, t.d. með bættu viðmóti, og benda notendum á bestu leiðina til að nota það.
  7. Sníða vefsvæðið og auglýsingarnar sem við birtum þér betur að áhugamálum þínum. Ef þú gefur okkur leyfi til að senda þér markaðsefni í tölvupósti notum við þessar upplýsingar til að senda þér sérsniðinn markaðssetningarpóst.
  8. Sérsníða þjónustutengd samskipti og auglýsingar, mæla afköst efnis og auglýsinga og veita vöruþróunardeildinni okkar upplýsingar um notendurna. Við notum þessi gögn til að efla eða bæta upplifun notenda og vegferð viðskiptavina, sem og kerfi okkar og hugbúnað. Til dæmis er hægt að benda þér á nýja eiginleika eða sýna þér auglýsingar út frá efninu sem þú skoðar, eiginleikunum sem þú notar eða gróflega áætlaðri staðsetningu þinni. Hægt er að búa til persónusnið fyrir þig og áhugamál þín til að birta þér sérsniðar auglýsingar og efni sem varðar þig. Sérsniðar auglýsingar og efni kann að birtast þér á grunni persónusniðs þíns. Afköst og árangur af auglýsingum og efni sem þú sérð eða bregst við kunna að vera mæld. Markaðsrannsóknir kunna að vera notaðar til að fá frekari upplýsingar um fólkið sem notar vefsvæði/forrit og skoðar auglýsingar. Gögn um þig kunna að vera notuð til að bæta núverandi kerfi og hugbúnað og þróa nýjar vörur.
  9. Nota nákvæm staðsetningargögn. Við notum staðsetningargögn í einum tilgangi eða fleiri.

Nauðsynlegar kökur

Nauðsynlegar kökur eru forsenda fyrir grunnvirkni vefsvæðisins. Þessar kökur eru nauðsynlegar svo hægt sé að veita þjónustu og tryggja að upplýsingar og þjónusta séu inntar af hendi á sem öruggastan og bestan hátt. Við notum til dæmis nauðsynlegar kökur svo þú þurfir bara að skrá þig inn einu sinni þegar þú heimsækir vefsvæðið þitt. Við notum þessar kökur líka til að fylgjast með framboði og gæðum þjónustu okkar og eiginleika.

Við notum líka nauðsynlegar kökur til að tryggja að þú fáir kost á að samþykkja eða hafna kökum, loka á ónauðsynlegar kökur þar til þú samþykkir þær og muna það sem þú stillir og velur í sambandi við kökur. Kökurnar hjálpa líka til við að fylgjast með hvort og hvenær þú samþykkir greiningarkökur, notkunarskilmála og markaðsefni.

Það þarf ekki að samþykkja né er hægt að hafna nauðsynlegum kökum þar sem þær þarf svo vefsvæðið virki sem skyldi.

Virknikökur

Þessar kökur gera vefsvæðinu kleift að bjóða upp á aukna virkni og sérsnið. Virknikökur bæta upplifun þína með því að veita persónulegri þjónustu. Þessar kökur muna hvað þú velur, t.d. tungumál, innskráningarkosti o.s.frv. Þær geta verið stilltar af okkur eða þriðju aðilum sem bjóða upp á þjónustu sem við höfum bætt við vefsíður okkar. Við notum ekki virknikökur í tækinu þínu nema þú leyfir okkur það en ef þú leyfir ekki þessar kökur virkar e.t.v. ekki sum eða öll þjónustan sem skyldi. 

Afkastakökur

Afkastakökur, einnig nefndar greiningarkökur, safna tölfræðigögnum. Við notum þessar upplýsingar til að bæta vefsvæðið okkar enn frekar. Upplýsingarnar sem afkastakökurnar safna sýna hvernig þú notar vefsvæðið okkar í heimsókninni þinni. Þetta hjálpur okkar að skilja notkunarmynstur notenda, greina vandamál eða villur sem kunna að koma upp og taka betri ákvarðanir um umbætur á notendaupplifun á vefsvæðinu. 

Við notum ekki afkastakökur í tækinu þínu nema þú leyfir okkur það.

Markauglýsingakökur

Markauglýsingakökur — þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar kunna samstarfsaðilar okkur að nota markauglýsingakökur. 

Markauglýsingakökur eru notaðar til að ákvarða hvaða kynningarefni er viðeigandi fyrir þig og áhugamál þín. Samstarfsaðilar okkar nota slíkar kökur til að búa til persónusnið yfir áhugamál þín og sýna þér tengdar auglýsingar á öðrum vefsíðum. Þær gegna einnig hlutverkum á borð við að koma í veg fyrir að sama auglýsingin birtist aftur og aftur, tryggja að auglýsingar birtist á réttan hátt fyrir auglýsendur og í sumum tilvikum að velja auglýsingar á grunni áhugamála þinna. Þetta auðveldar fyrirtækjum að auka áhrifamátt kynningarherferða sinna og gæði efnisins sem birtist þér. Þessar kökur geta verið frá vefsvæðinu sem þú heimsækir (fyrsta aðila) eða þjónustu þriðju aðila. Markaðssetningarkökur frá þjónustu þriðja aðila geta verið notaðar til að fylgjast með þér á öðrum vefsvæðum sem nota sömu þjónustu þriðja aðila. Þær persónugreina þig ekki beint en nota einkvæm auðkenni fyrir vafrann og nettengda tækið þitt. Ef þú heimilar ekki þessar kökur færðu færri sérsniðnar auglýsingar.Við notum ekki markauglýsingakökur í tækinu þínu nema þú leyfir okkur það.

Hvernig hægt er að breyta kökustillingum, þar á meðal hafna þeim

Í kökulausnum okkar biðjum við ávallt um samþykki þitt fyrir kökum og álíka tækni, utan nauðsynlegra kakna, þegar kökur eru notaðar í tækinu þínu.

Við gefum þér líka alltaf kost á að breyta samþykki þínu. Ef þú hefur einhvern tíma samþykkt aðrar kökur en nauðsynlegar á vefsvæði okkar getur þú alltaf breytt því hvaða kökur þú samþykkir. Finndu bara tengilinn á kökustillingarnar nefðst á vefsvæðinu eða í valmyndinni fyrir reikningsstillingar. Ef þú ýtir á sköldinn birtast kökustillingarnar, þar sem þú getur alltaf breytt stillingum og hafnað kökum.

Einnig er hægt að láta vafrann hafna kökum frá vefsvæðinu okkar. Grunnstilling flestra vafra er þannig að kökur eru samþykktar sjálfkrafa en þú getur uppfært þessar stillingar þannig að þú hafnir kökum alfarið eða fáir tilkynningu þegar vefsvæði reynir að nota eða uppfæra köku. Ef þú notar marga vafra og vilt loka á kökur eða breyta eða afturkalla samþykki þitt skaltu muna eftir að gera það í öllum vöfrum.

Ef þú skoðar vefsvæði í fleiri en einu tæki gætir þú þurft að uppfæra stillingarnar í hverju tæki.

Þótt hægt sé að loka á sumar kökur án þess að það hafi mikil áhrif á notendaupplifun af vefsvæðum gætir þú misst aðgang að tilteknum eiginleikum og efni á vefsvæðinu ef þú lokar á allar kökur.

Vinnsla á persónuupplýsingum þínum

Þegar þú samþykkir notkun okkar á kökum hefur það í sumum tilfellum í för með sér, eins og fram kemur í tilkynningunni um kökur, vinnslu á persónuupplýsingum þínum, svo sem IP-tölu og upplýsingum um notkun þína á þjónustu okkar. Frekari upplýsingar um vinnslu okkar á persónuupplýsingum og réttindi þín má finna í persónuverndarstefnu okkar.

Hversu oft uppfærum við þessa stefnu um notkun á kökum?

Við gætum uppfært þessa stefnu um notkun á kökum til þess að endurspegla til dæmis breytingar á kökunum sem við notum eða af öðrum rekstrarlegum, lagalegum eða lögboðnum ástæðum. Því skaltu kynna þér þessa stefnu um notkun á kökum reglulega til að fylgjast með notkun okkar á kökum og tengdri tækni.

Hver erum við og hvernig er hægt að hafa samband við okkur?

Hér eru upplýsingar um fyrirtækið:

Dokobit, UAB
Paupio g. 50-136
LT-11341 Vilnius
Litháen

Skráningarnúmer fyrirtækis: 301549834

Það er alltaf hægt að skrifa okkar: dpo@dokobit.com.