Ný vinnubrögð spara tíma og kostnað

Með Dokobit getur þú klárað verkefnin hraðar á einfaldari og þægilegri hátt. Undirritun eru bara einn af mörgum eiginleikum sem lausnin hefur.

Byrja núna

Réttaráhrif rafrænna undirskrifta

Fullgildar rafrænar undirskriftir eru ekki bara handteiknaðar á skjöl. Allar undirskriftir í Dokobit eru útbúnar með rafrænum skilríkjum sem mæta háum kröfum um öryggi. Rafrænar undirskriftir frá Dokobit mæta ströngustu kröfum EU reglugerðar nr. 910/2014 (eIDAS).

Jafngilda handrituðum undirskriftum

Dokobit styður fullgildar rafrænar undirskriftir sem eru lagalega jafngildar handrituðum undirskriftum.

Heilleiki skjala tryggður

Með því að undirrita skjöl með Dokobit má verjast því að innihaldi sé breytt eða þau fölsuð aftur í tíma.

Lagalegt gildi

Undirskriftir Dokobit eru löglega bindandi og hafa tryggð réttaráhrif allstaðar í Evrópu.

Allt sem þú þarft fyrir snjallari vinnubrögð

Mörg mismunandi skjalasnið

Undirritaðu skjöl á því formi sem þú vilt – allt frá PDF skjölum og ASiC-E skjalavösum yfir í staðbundnari skjalasnið (BDoc, EDoc og ADoc).

Styðjum fjölda rafrænna skilríkja

Undirritaðu skjöl með þeim rafrænu skilríkjum sem þú vilt, á korti, farsíma eða á öðru formi.
Sjá öll studd skilríki.

Sannreyna undirskriftir

Sannreynið hvort rafrænar undirskriftir frá öðrum aðilum séu í lagi og uppfylli kröfur laga.

Tengiliðir og flokkar

Vistaðu algenga aðila í tengiliðaskrá til að finna þá hraðar næst þegar þú þarft að deila skjali.

Viðmót á mörgum tungumálum

Notaðu Dokobit á íslensku, ensku, hollensku, litháísku, lettnesku, eistnesku, norsku, sænsku, finnsku, dönsku, frönsku eða þýsku. Fleiri tungumál bætast við fljótlega.

Leitarvirkni og síun

Síaðu skjöl eftir skjalaflokkum og notaðu leitina til að finna hratt það sem þú ert að leita að.

Athugasemdir

Skrifaðu athugasemdir til annarra notenda sem tengjast viðeigandi skjali.

Hópaðgerðir

Undirritaðu, eyddu eða sæktu mörg valin skjöl samtímis með einum smelli.

Örugg miðlun skjala

Tryggðu með rafrænum skilríkjum að einungis réttir viðtakendur geti opnað skjöl.

Sjálfvirkar tilkynningar

Fáðu upplýsingar um hvenær þú þarft að undirrita skjal og hvenær aðrir hafa undirritað.

Atburðarskrá

Sjáðu yfirlit yfir allar aðgerðir frá notendum á nákvæmum lista atburða.

Dokobit fyrir teymi

Er þitt fyrirtæki að takast á við stafræna umbreytingu? Þá er Dokobit rétta lausnin fyrir þig.

Skoða eiginleika fyrir teymi

Dokobit appið. Hvar og hvenær sem er.

Með Dokobit appinu í farsímanum getur þú notað alla portal eiginleikana á ferðinni og fengið tilkynningar um hvað er að gerast með skjölin þín beint í símann þinn.