Stuðningur við rafræn skilríki

Rafræn skilríki eru notuð til að auðkenna sig á netinu og/eða til að undirrita rafræn skjöl með öruggum hætti. Dokobit styður fjölmörg rafræn skilríki með mismunandi öryggisstigum undirskrifta víðsvegar um heim.

Hvaða öryggisstig undirskrifta eru til?

Samkvæmt eIDAS-reglugerðinni eru þrjú stig rafrænna undirskrifta. Veldu rétt öryggisstig fyrir skjölin þín miðað við lagalegt gildi þeirra.

HÁMARKS ÖRYGGISSTIG

Fullgild rafræn undirskrift (QES)

Fullgild rafræn undirskrift (e. Qualified Electronic Signature – QES) veitir hæsta öryggisstig. Fullgild rafræn undirskrift hefur sama lagalega gildi og handskrifuð undirskrift og má ekki véfengja fyrir dómi.

Öryggisstig fullgildra rafrænna undirskrifta er staðfest af vottunaryfirvöldum og viðurkenndum traustþjónustuaðilum sem fylgja ströngustu kröfum samkvæmt eIDAS-reglugerðinni.

HÁTT ÖRYGGISSTIG

Útfærð rafræn undirskrift (AdES)

Útfærð rafræn undirskrift (e. Advanced Electronic Signature – AdES) býður upp á hátt öryggisstig. Útfærð rafræn undirskrift tengir gögn við undirritanda og telst sterkt sönnunargagn fyrir dómi.

Hjá Dokobit er útfærð rafræn undirskrift búin til með því að safna sönnunargögnum um samþykki viðkomandi til að undirrita skjöl með völdu rafrænu skilríki og með því að bæta við rafrænu innsigli til staðfestingar. Lestu meira hér.

LÁGT ÖRYGGISSTIG

Einföld rafræn undirskrift (SES)

Einföld rafræn undirskrift (e. Simple Electronic Signature – SES) býður upp á lægra öryggisstig og telst grunnstig rafrænna undirskrifta sem krefst ekki sterkrar auðkenningar undirritanda.

Hjá Dokobit er einföld rafræn undirskrift búin til með því að safna sönnunargögnum um samþykki viðkomandi til að undirrita skjöl með SMS einskiptis lykilorði og bæta við rafrænu innsigli til staðfestingar. Lestu meira hér.

QES
AdES
SES

Rafræn skilríki í formi nafnskírteina

Belgísk, eistnesk, finnsk, lettnesk og litháísk nafnskírteini með rafrænum örflögum. Fyrir notkun þarf að undirbúa tölvuna þína.

Rafræn kortaskilríki

Kortaskilríki frá Auðkenni, bæði hægt að fá starfsskilríki og/eða einkaskilríki á snjallkortum. Kortaskilríki embættismanna og Giesecke & Devrient snjallkort í Litháen, og Certum kort í Póllandi, sem innihalda rafrænar örflögur. Tölva þarf undirbúning fyrir notkun.

USB-tókar

Dulkóðaðir USB-tókar gefnir út í Litháen og Póllandi. Tölva þarf undirbúning fyrir notkun.

Mobile-ID

SRafræn skilríki á SIM-kortum í Litháen og Eistlandi gefin út af helstu fjarskiptafyrirtækjum þar í landi. Læra meira.

Mobile ID

Rafræn skilríki á SIM-kortum á íslandi sem gefin eru út af helstu fjarskiptafyrirtækjum og bönkum.

Smart-ID

Rafræn skilríki í formi snjallforrits í Belgíu, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Læra meira.

eParaksts mobile

Lettnesk rafræn skilríki í formi snjallforrits. Læra meira.

Auðkennisappið

Íslensk rafræn skilríki í formi snjallforrits. Læra meira.

BankID

BankID og BankID með auðkennislykli

Norsk rafræn skilríki í formi snjallforrits gefin út af bönkum. Læra meira.

Swedish BankID

Sænsk rafræn skilríki í formi snjallforrits, gefin út af bönkum. Læra meira.

Finnish Trust Network (FTN)

Ríkisstofnað rammasamkomulag fyrir öll finnsk rafræn skilríki (BankID og Mobile ID) gefin út af bönkum og fjarskiptafyrirtækjum.

itsme

Belgísk rafræn skilríki í formi snjallforrits. Læra meira.

MitID

Dönsk rafræn skilríki í formi snjallforrits. Læra meira.

iDIN

Hollensk rafræn skilríki, gefin út af bönkum. Læra meira.

e-Residency

Rafræn skilríki á kortum gefin út í Eistlandi og í boði fyrir hvern sem er í heiminum óháð þjóðerni. Læra meira.

SignicatID

Uppsetning á rafrænum skilríkjum með myndbandsauðkenningu

Rafræn skilríki gefin út með myndbandsauðkenningu ásamt gildu persónuskilríki.

Swisscom

SRS Video og SRS Selfie-ident

Rafræn skilríki gefin út með myndbandsauðkenningu ásamt gildu persónuskilríki.

SMS OTP

Einnota lykilorð sent með SMS skilaboði, býr til einfalda undirskrift.